
Hjá Bjartey ehf. tryggjum við öruggar og greiðfærar götur allan veturinn. Með áratuga reynslu og hæfileikaríkt starfsfólk erum við traustur samstarfsaðili í snjómokstri og söltun.
Bjartey ehf. er fjölskyldurekið fyrirtæki með áratuga reynslu í snjómokstri og söltun. Bjartey er traustur þjónustuaðili fyrir Garðabæ og Reykjavíkurborg. Við leggjum mikla áherslu á gæði og tryggjum öryggi og greiðfærni fyrir íbúa og fyrirtæki.
Við bjóðum upp á alhliða snjómokstursþjónustu fyrir fyrirtæki og sveitarfélög. Við mokum snjó af götum, bílastæðum og gangstéttum, auk þess að salta þessi svæði þegar hálka er mikil. Við notum vörubíla og snjóblásara til að tryggja greiðfærar gangstéttir. Starfsfólk okkar er á vakt allan sólarhringinn til að tryggja öryggi og greiðfærni í öllum veðrum.
Við erum stoltir af því að bjóða uppá áreiðanlega og faglega þjónustu með áratuga reynslu í snjómokstri. Starfsfólk okkar er hæfileikaríkt og vel þjálfað, og við leggjum mikla áherslu á viðhald og eftirlit með búnaði okkar. Við tryggjum að götur og bílastæði séu alltaf í toppstandi, jafnvel í verstu vetrarveðrum. Með okkur geturðu verið viss um að öryggi og greiðfærni séu í fyrirrúmi.

